Madonna gerir allt vitlaust

Madonna gaf út nýtt tónlistarmyndband í gær.
Madonna gaf út nýtt tónlistarmyndband í gær. AFP

Í nýjasta tónlistarmyndbandi poppgyðjunnar Madonnu má sjá fólk skotið til bana á skemmtistað. Skotárásin þykir líkja eftir skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í Bandaríkjunum sem átti sér stað í júní 2016.

Í viðtali við People segir Madonna að myndbandið sé gagnrýni á skotárásir í Bandaríkjunum sem hún segir að séu stjórnlausar. Lagið ber nafnið „God Control“ og skírskotar til orðanna „Gun Control“ sem þýðir byssulöggjöf. 

„Ég gerði þetta myndband til að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem þarf að taka á. Fyrir mér er þetta stærsta vandamálið í Ameríku í dag. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Madonna.

Myndbandið hefur fengið töluverða athygli og gagnrýni. Eftirlifandi fórnarlömb árásarinnar í Orlando 2016 segja það vera áfall að horfa á myndbandið og að það sé „ógeðslega“ nákvæmt. Eitt eftirlifandi fórnarlambanna sagði í samtali við TMZ að það hefði mátt setja varnaðarorð í byrjun myndbandsins því að það geti vakið upp slæmar tilfinningar hjá þeim.

Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan og sem fyrr segir er það heldur nákvæmt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson