Pabbinn í ALF látinn

Wright ásamt ALF.
Wright ásamt ALF.

Leikarinn Max Wright sem fór með hlutverk pabbans í sjónvarpsþáttunum um geimbangsann ALF er látinn, 75 ára að aldri, að því er fram kemur á vef TMZ.

Wright hafði glímt við krabbamein í fjölda ára og lést á heimili sínu í úthverfi Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann greindist með krabbamein í eitlum árið 1995 og hafði verið inn og út úr krabbameinsmeðferð síðan. 

Wright fór með hluvterk Willie Tanner, pabbans, í þáttunum ALF sem sýndir voru á árunum 1986-1990. Hann kom einnig að fjölda minni kvikmynda og þátta, en dyggir aðdéndur Friends ættu kannski að kannast við hann í hlutverki yfirmannsins Terry á kaffihúsinu Central Perk.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.