Missir fylgjendur út af Soliani

Rúrik Gíslason ásamt kærustu sinni, Nathaliu Soliani.
Rúrik Gíslason ásamt kærustu sinni, Nathaliu Soliani.

Fylgi landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar hefur farið hríðfallandi á Instagram eftir að hann fór að birta myndir af kærustu sinni, Nathaliu Soliani á miðlinum. Þetta kemur fram í viðtali við Rúrik í þýska fréttamiðlinum SWR.

Líkt og mbl.is greindi frá hækkaði fylgjendatala hans hratt meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla stóð í Rússlandi síðasta sumar. Fylgi hans fór hæst í 1,3 milljónir, en dalaði nokkuð á haustmánuðum. Hann var með yfir milljón fylgjendur í byrjun árs, en nú stendur fylgjendatalan í 992 þúsund fylgjendum. 

Rúrik er í sambandi með brasilísku fyrirsætunni Soliani en þau hafa verið saman frá því í byrjun árs. Þau birta reglulega myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlinum. 

View this post on Instagram

Wedding weekend 🇮🇹

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 14, 2019 at 12:16pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Frestaðu ákvörðun, þar til þú er alveg viss um hana. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni.