Idris Elba bjargaði leikhúsgesti

Idris Elba gerði stutt hlé á sýningunni til að kalla ...
Idris Elba gerði stutt hlé á sýningunni til að kalla á sjúkraflutningamenn. AFP

Leikarinn Idris Elba aðstoðaði leikkhúsgest sem féll í yfirlið á nýrri sýningu hans, Tree, í Manchester á miðvikudag. BBC greinir frá. Sýningin var stöðvuð í stutta stund á meðan Elba athugaði með konuna og beið eftir sjúkraflutningamönnum. 

Leikritið hélt svo áfram og samkvæmt framkvæmdastjórum Manchester International Festival er í lagi með konuna en sýningin er hluti af tveggja vikna langri hátíð þar í borg.

Sýningin Tree er heldur óhefðbundin í sniðum og standa leikhúsgestir í þær 90 mínútur sem hún stendur yfir. Konan var næst Elba og stökk hann því til bjargar þegar hún féll í gólfið. 

mbl.is