Meghan mætti óvænt

Meghan hertogaynja mætti á Wimbledon mótið.
Meghan hertogaynja mætti á Wimbledon mótið. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en hún og Harry Bretaprins eignuðust frumburð sinn fyrir tveimur mánuðum. Hún lét sig þó ekki vanta þegar ein besta vinkona hennar, tennisstjarnan Serena Williams, átti leik á Wimbledon-tennismótinu á Englandi í gær. Fína fólkið í Bretlandi er vant að punta sig upp en það vekur athygli að Meghan mætti í hvítum gallabuxum.

Á laugardaginn verður Archie litli skírður og var Williams talin afar líkleg til þess að verða guðmóðir drengsins. Williams mun hins vegar ekki mæta í skírn Archie en hún greindi frá því á blaðamannafundi eftir leikinn á Wimbledon-mótin að því fram kemur á vef Hello. „Nei ég er að vinna á laugardaginn þannig hún skilur vinnu,“ sagði Williams. Hún var einnig spurð út í viðveru Meghan á leiknum. „Já ég vissi að hún væri þarna og það er alltaf spennandi þegar hún kemur að horfa og styður tennisinn svo ég var mjög glöð,“ sagði Williams. 

Meghan var ekki ein í stúkunni en konurnar tvær sem sjást með Meghan á myndinni eru gamlar og góðar vinkonur hennar að því fram kemur á vef People. Það þykir ekki ólíklegt að þær Lindsay Roth og Genevieve Hills hafi ferðast til Englands til að vera viðstaddar skírn Archie og eru því taldar koma til greina sem mögulegar guðmæður Archie. 

Meghan var mætti með vinkonum sínum til þess að horfa …
Meghan var mætti með vinkonum sínum til þess að horfa á Serenu Williams. mbl.is/AFP
Það fór ekki milli mála með hverjum Meghan hélt þegar …
Það fór ekki milli mála með hverjum Meghan hélt þegar Serena Williams og Kaja Juvan mættust á Wimbledon. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant