15 ára metin á 500 milljónir

Millie Bobby Brown.
Millie Bobby Brown. AFP

Auðæfi hinnar 15 ára gömlu leikkonu Millie Bobby Brown eru um 4 milljónir Bandaríkjadala eða 502 milljónir íslenskra króna. 

Brown fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Stranger Things sem framleiddir eru af Netflix og eru aðgengilegir þar. Þriðja serían af Stranger Things kemur út á dögunum. 

Fyrir hvern þátt af Stranger Things í fyrstu og annarri seríu fékk hún 30 þúsund Bandaríkjadali og því samanlagt 510 þúsund. Hún fékk launahækkun og fær um 250 þúsund fyrir hvern þátt og þar af leiðandi fær hún um 2 milljónir fyrir alla seríuna.

Millie Bobby Brown fer með hlutverk í Godzilla: King of …
Millie Bobby Brown fer með hlutverk í Godzilla: King of the Monster. AFP

Hún lék einnig í kvikmyndinni Godzilla: King Of The Monster og fékk rúmlega 1 milljón Bandaríkjadala fyrir það. Hún er einnig í auglýsingasamstarfi við Calvin Klein og hefur gert saming við tölvuleikjaframleiðandann EA Sports.

Brown er frá Bretlandi og hóf feril sinn sem leikkona aðeins 9 ára gömul þegar hún fékk hlutverk í þáttunum Once Upon A Time in Wonderland. Hún fékk einnig lítil hlutverk í NSCI, Modern Family og Grey's Anatomy. 

Árið 2016 þegar hún var 12 ára fékk hún svo hlutverk í Stranger Things og túlkar þar persónu Eleven/Jane. Hún hefur unnið nokkur verðlaun fyrir hlutverk sitt og einnig verið tilnefnd til Emmy-verðlauna tvisvar. Brown er ein af yngstu manneskjum í heimi til að vera tilnefnd til Emmy-verðlauna. 

Hún er yngsta manneskja í heimi til að vera á lista Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heim. Brown er einnig yngsta manneskja í heimi til að vera sendiherra góðgerðarsamtaka UNICEF.

Auðæfi Millie Bobby Brown eru metin á 4 milljónir Bandaríkjadala.
Auðæfi Millie Bobby Brown eru metin á 4 milljónir Bandaríkjadala. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson