Persóna Meghan í lokaþáttaröðinni

Meghan er upptekin kona og tekur ekki þátt í lokaþáttaröðinni …
Meghan er upptekin kona og tekur ekki þátt í lokaþáttaröðinni af Suits. mbl.is/AFP

Þótt Meghan hertogaynja hafi hætt að leika í sjónvarpsþáttunum Suits áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna á enn erftir að sýna síðustu þáttaröðina. Fyrrverandi mótleikari hennar Patrick J. Adams kemur fyrir í níundu og lokaþáttaröðinni og persóna Meghan einnig. 

Adams sem hætti leik sínum í þáttunum á sama tíma og Meghan greindi frá því í viðtali við ET að hann myndi koma fram sem gestaleikari í lokaþáttaröðinni. Þótt leikkonan Meghan Markle mæti ekki í persónu mun Adams tala við persónu Meghan í síma og þannig mun persóna Meghan koma fyrir í þáttunum. 

„Bless, ég elska þig,“ segir Rachel, persóna Meghan í lokaþáttaröðinni að sögn Adams. Adams fullvissaði aðdáendur Mike og Rachel um að þau væru á góðum stað. „Við erum hamingjusöm. Ég lofa ykkur að þau eru hamingjusöm.“

Mike Ross og Rachel Zane í Suits kynntust í vinnunni.
Mike Ross og Rachel Zane í Suits kynntust í vinnunni. skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem fljúga í gegnum hugaann. Sannleikurinn er oft sagna bestur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem fljúga í gegnum hugaann. Sannleikurinn er oft sagna bestur.