Stefán vissi að hann myndi deyja ungur

Stefán Karl Stefánsson.
Stefán Karl Stefánsson. mbl.is/RAX

Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir segir að eiginmaður hennar heitinn, Stefán Karl Stefánsson, hafi vitað að hann myndi deyja ungur. Í dag hefði hann átt afmæli ef hann hefði lifað en hann féll frá í ágúst í fyrra. 

„10. júlí 2019. Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls. Stefán sagði mér aftur og aftur allt frá því að við kynntumst að hann myndi deyja ungur. Alltaf fannst mér það heldur ónotalegt þegar hann hafði orð á því. Hvernig gat hann vitað það? Þegar ég lít til baka þá bar allt hans skap og æði þessari innri vissu hans vitni. Hann var þyrstur í lífið og þurfti að smakka á því eins og sagt er. Notaði tímann betur en aðrir og afrekaði á við marga menn á stuttri ævi.

Það er ekki liðið ár síðan hann dó og hann fylgir fjölskyldunni eins og hlýr vindur. Sumir dagar eru þyngri en aðrir, ekkert verður aftur samt, en smitandi lífskrafturinn sem Stefán bjó yfir hefur gefið fjölskyldunni þrek til að halda áfram og njóta þess að vera til.

Í dag ætla ég að dvelja við góðu minningarnar, öll skemmtilegheitin sem hann gaf okkur og lífsgleðina sem ávallt var hans aðalsmerki.

Elsku vinur, í dag bökum við krakkarnir Betty Focker þér til heiðurs. Við vitum að þú ert að byggja eitthvað stórkostlegt í framtíðarlandinu og ætlum ekkert að tefja þig við það. Við elskum þig,“ segir Steinunn Ólína á Facebook-síðu sinni. 

Stefán Karl og Steinunni Ólína.
Stefán Karl og Steinunni Ólína.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.