Eru þær trúlofaðar?

Georgia May Jagger, Ashley Benson og Cara Delevingne í júní.
Georgia May Jagger, Ashley Benson og Cara Delevingne í júní. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne og leikkonan Ashley Benson eru sagðar trúlofaðar. Að minnsta kosti halda aðdáendur þeirra á samfélagsmiðlum það eftir að þær sáust báðar með gullhringi í fríi sínu í Frakklandi á dögunum að því fram kemur á vef E!.

Parið hefur ekki tjáð sig um orðróminn en ekki er langt síðan að þær staðfestu samband sitt formlega. Delevingne og Benson hafa verið saman í rúmt ár en þær ákváðu að tilkynna það formlega í júní þar sem mánuðurinn er tileinkaður réttindabaráttu hinsegin fólks. 

Sú eina sem hefur tjáð sig um málið er móðir Ashley Benson, Shannon Benson. Virtist hún að minnsta kosti vera að tjá sig um málefni dóttur sinnar þegar hún skrifaði á Instagram að það væri auðvelt fyrir marga í dag að þykjast búa yfir upplýsingum en á sama tíma byggi það ekki yfir nákvæmum upplýsingum. 

Hvort sem stjörnurnar eru trúlofaðar eða ekki virðast þær að minnsta kosti vera yfir sig ástfangnar af hvor annarri. 

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. mbl.is/AFP
View this post on Instagram

A post shared by Shannon Benson (@shannbenson) on Jul 9, 2019 at 12:41pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.