Taylor Swift launahæsta stjarnan

Taylor Swift græddi vel á síðasta ári.
Taylor Swift græddi vel á síðasta ári. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift trónir á toppi lista Forbes yfir launahæstu stjörnur í heimi. Forbes áætlar að Swift hafi verið með 185 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir skatt síðustu 12 mánuði. Athygli vekur að tvær ungar konur eru í tveimur efstu sætunum en á eftir hinni 29 ára gömlu Swift kemur Kylie Jenner með 170 milljónir Bandaríkjadala. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Swift trónir á toppi listans en árið 2016 var hún efst með 170 milljónir Bandaríkjadala. Tónleikaferðalög voru þá og eru enn ein helsta ástæða þess að Swift græðir á tá og fingri. Árið 2018 fór hún á tónleikaferðalagið Reputation Stadium Tour auk þess sem Netflix keypti upptöku af tónleikum hennar. Swift er einnig með samninga við stór merki á borð við Apple og Diet Coke. 

Á eftir Kylie Jenner var mágur hennar Kanye West í þriðja sæti. Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var í því fjórða og Íslandsvinurinn Ed Sheeran í því fimmta. 

Kylie Jenner gerir það gott.
Kylie Jenner gerir það gott. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler