Hrútskýrðu Lion King fyrir vísindakonu

Konungur ljónanna ætti að heita Drottning ljónanna ef hún tæki …
Konungur ljónanna ætti að heita Drottning ljónanna ef hún tæki mið af raunveruleikanum.

Vísindablaðamaðurinn Erin Biba varð fyrir aðkasti hrútskýrenda á Twitter eftir að hún birti grein um ósamræmi á milli teiknimyndarinnar Konung ljónanna og lífríkis ljóna á National Geographic. Endurgerð á teiknimyndinni vinsælu frá 1994, Konungi ljónanna, kemur í kvikmyndahús í næstu viku.

Biba deildi grein sinni á samfélagsmiðlinum og í kjölfarið hrönnuðust inn athugasemdir frá karlmönnum sem töldu sig vita betur en Biba. Sumir sögðu að það væri engin nauðsyn að sýna dýraríkið í réttu ljósi í teiknimynd fyrir börn.

Í grein sinni á National Geographic bendir Biba á að Simbi, Múfasa og Skari ættu í raun að vera kvenkyns þar sem kvendýrin stjórni ljónahjörðum í raunveruleikanum. Margir karlkyns tístarar reyndu þó að þræta fyrir staðreyndirnar sem Biba benti á í greininni. 

Biba tjáði sig síðar um þær hrútskýringar sem hún fékk á samfélagsmiðlinum og tilgreindi ástæður þeirra sem reyndu að útskýra fyrir henni, en hún er einn af fremstu vísindamönnum í heimi á sviði ljónarannsakenda. Ástæðurnar voru meðal annars að þeir höfðu horft á allt aukaefni sem fylgdi Konungi ljónanna, lesið skólabækur um ljón fyrir 25 árum, farið í dýragarð eða „það vita það bara allir.“ 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant