R. Kelly handtekinn í Chicago

R. Kelly í réttarsal í Chicago í síðasta mánuði. Saksóknarar …
R. Kelly í réttarsal í Chicago í síðasta mánuði. Saksóknarar í tveimur ríkjum og alríkislögregla sækja nú að honum vegna meintra brota hans gegn ungum konum undanfarna áratugi. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var handtekinn í Chicago seint í gærkvöldi vegna nýrrar alríkisákæru á hendur honum vegna vörslu barnaníðsefnis og annarra brota í alls þrettán liðum.

New York Times greinir frá því að alríkislögregla hafi fært Kelly í varðhald, en hann var þegar laus gegn tryggingu vegna ákæru frá saksóknurum í Illinois-ríki.

Ásakanir á hendur Kelly um misnotkun á ungum konum hafa skotið upp kollinum með reglulegu millibili undanfarna áratugi, í raun allt frá árinu 1994, er hann giftist fimmtán ára gamalli stúlku, R&B söngkonunni Aaliyah. Þá var Kelly sjálfur 27 ára gamall. Hjónaband þeirra var síðar fellt úr gildi.

Umræða um kynferðislega misnotkun Kelly hefur orðið háværari frá því að heimildarmyndaserían Surviving R. Kelly kom út í janúar síðastliðnum. Eftir að heimildarmyndin var tekin til sýninga lýstu saksóknarar í Chicago eftir fórnarlömbum og margar konur hafa stigið fram og lýst samskiptum sínum við tónlistarmanninn. Mál gegn honum hafa einnig verið til rannsóknar í borginni Atlanta í Georgíu og hjá alríkislögreglunni vestanhafs.

Kelly hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér og vakti viðtal við hann í morgunþætti á CBS mikla athygli fyrr á árinu, en þar brást hann reiður og sár við beinskeyttum spurningum um fjölmarga vitnisburði kvenna gegn honum um ofbeldi og misnotkun. Hann sagðist, með tárin í augunum, vera fórnarlamb skipulagðrar ófrægingarherferðar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.