Getur gert nákvæmlega það sem hún vill

Bergrós gaf út lagið I'll Show You.
Bergrós gaf út lagið I'll Show You. Ljósmynd/Óli Már

Tónlistarkonan Bergrós Halla Gunnarsdóttir gaf út nýtt lag í vikunni sem ber nafnið I‘ll Show You. Hún segir lagið vera mjög persónulegt.

„Það var ákveðin manneskja í mínu lífi sem hafði litla sem enga trú á mér. Eitt kvöldið fékk ég nóg og þetta lag fæddist. Það fjallar í rauninni um að ég get gert nákvæmlega það sem ég vil og þarf ekki að vera háð einum né neinum.“ segir Bergrós.

Hún vildi sanna fyrir sér og öðrum að hún getur gefið út sína eigin tónlist en þetta er annað lagið sem hún gefur út. Hún vinnur nú að gerð EP-plötu ásamt kærasta sínum og pródúsentinum Sæmundi Hrafni Lindusyni sem framleiðir tónlist undir listamannsnafninu Slaemi. Þau stefna einnig á að gefa út annan single á næstu mánuðum.

Bergrós er hluti af Forty Three, sem er einskonar samfélag ólíkra listamanna. Lagið vann hún þó áður en hún gekk til liðs við Forty Three fjölskylduna en lagið er pródúserað af Stefáni Erni Gunnlaugssyni.

Bergrós er, að svo stöddu, eina stelpan sem gefur út tónlist í Forty Three fjölskyldunni og segist finna fyrir ótrúlega miklum stuðningi frá meðlimum hennar.

Hin 23 ára gamla tónlistarkona segir að það geti verið krefjandi að vera ung kona í tónlist og af og til örli á viðhorfum sem samrýmist ekki nútímanum. ,,Ég finn það samt að samfélagið er orðið miklu betra hvað þetta varðar, til dæmis með tilkomu KÍTÓN“ segir Bergrós en KÍTÓN er félag íslenskra kvenna í tónlist. ,,Félagið skapar samstöðu meðal kvenna í tónlist og hvetur okkur til að styðja hvor aðra. Það er gífurlega mikilvægt að skapa umhverfi sem gefur ungum konum sjálfstraust til að koma verkum sínum á framfæri.“

Bergrós og Sæmi vinna saman að gerð EP-plötu um þessar …
Bergrós og Sæmi vinna saman að gerð EP-plötu um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson