Fyrrverandi lét Kelsey Grammer heyra það

Kelsey og Camille Grammer hamingjusöm árið 1999.
Kelsey og Camille Grammer hamingjusöm árið 1999. mbl.is/REUTERS

Camille Grammer, fyrrverandi eiginkona Kelsey Grammer, vandaði Frasier-stjörnunni ekki kveðjurnar þegar hún kom fram í sjónvarpsþætti Andy Cohen í Bandaríkjunum á dögunum. Camille sem á tvö börn með leikaranum segir að hann hafi ekki haft samband við sig þegar hús hennar brann í skógareldum í Kaliforníu í fyrra. 

„Nei. Nei. Alls ekki,“ svaraði Camille alvörugefin þegar áhorfandi sem hringdi inn spurði hvort Kelsey Grammer hefði haft samband. „Í alvöru,“ sagði þáttarstjórnandinn Andy Cohen og virtist mjög hissa.

Camille Grammer sem er nú frægust fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Beverly Hills á tvö börn með leikaranum. Dóttirin Mason er 17 ára og sonurinn Jude er 14 ára. Komu þau bæði í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 

Talsmaður Kelsey Grammer kom leikaranum til varnar að því fram kemur á vef Us Weekly. Sagði talsmaðurinn að leikarinn hafi haft samband við dóttur sína en sonur hjónanna fyrrverandi bjó hjá föður sínum á þessum tíma. 

Kelsey Grammer.
Kelsey Grammer. mbl.is/Getty Images
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.