Væri erfitt að snúa aftur

Katherine Heigl sló fyrst í gegn í Grey's Anatomy.
Katherine Heigl sló fyrst í gegn í Grey's Anatomy. mbl.is/AFP

Níu ár eru síðan að leikkonan Katherine Heigl kom fram í sjónvarpsþáttunum Grey's Anatomy sem læknirinn Izzie Stevens. Heigl lifir enn á frægðinni en er þó ekki endilega til í að bregða sér aftur í læknagallann að því fram kemur í viðtali við hana á vef ET. Heigl leikur nú í síðustu þáttaröðinni af Suits. 

Margir aðdáendur læknaþáttanna hugsa af og til um persónu Heigl. Hin fertuga leikkona segist þó ekki hafa hugsað um Izzie Stevens í mörg ár. Í viðtalinu sagðist hún ekki vita hvort hún myndi leika Stevens aftur ef henni yrði boðið það. Heigl telur að það yrði truflandi að sjá persónu hennar aftur.

Heigl leikur nú í lokaþáttaröðinni af lögfræðidramanu Suits en hún kom inn í þættina eftir að Meghan Markle hætti í þeim. Hún segist ekki eiga í vandræðum með að kveðja þættina en eigi eftir að sakna þeirra mikið. 

„Ég á eftir að sakna þess að vera hluti af þeim en ég á líka eftir að sakna þess að horfa á þá,“ sagði Heigl. Hún segist ekki hugsa mikið um hvað verður um persónu sína en hugsar meira um hvað verður um uppáhaldspersónur sínar, þau Harvey, Donnu, Louis og Sheilu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.