Fastur á sófanum í 3 ár

Robbie Williams var heima í 3 ár.
Robbie Williams var heima í 3 ár. INGO WAGNER

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams segir í nýju viðtali við The Sun að hann hafi verið fastur heima hjá sér á sófanum í þrjú ár. 

Williams segist hafa glímt við víðáttufælni og gat ekki hugsað sér að fara út úr húsi og hitta fólk. Hann segir að ferill hans hafi skotið honum mjög langt upp á stjörnuhimininn og hann átti erfitt með að aðlaga sig.

„Líkami minn og hugur sögðu mér að ég ætti ekki að fara neitt, að ég gæti ekki gert neitt. Þeir sögðu mér að bíða bara, þannig að ég bókstaflega sat og beið,“ segir Williams. Hann segir þetta hafa átt sér stað á árunum 2006-2009. „Þessum árum eyddi ég bara í kasmírserk með skegg að borða snakk heima hjá mér,“ segir Williams.

Á þeim tíma var honum boðin há upphæð fyrir að taka við stöðu Simon Cowell sem dómari í American Idol, en hann gat ekki tekið tilboðinu.

Hann kom aftur í sviðsljósið árið 2009 og segir að það hafi verið mjög erfitt. Williams segir að hann hafi þurft að læra upp á nýtt að vera uppi á sviði og skemmta fólki. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.