Sendi 200 hænuunga í flug

Valli með ungana sem hann sendi í flug.
Valli með ungana sem hann sendi í flug. Ljósmynd/Aðsend

Valgeir Magnússon, eða Valli Sport, er annar eigandi Landnámseggja ehf. í Hrísey. Valli fór á dögunum í leiðangur og sótti 200 unga til Valgerðar Auðunsdóttur að Húsatóftum á Suðurlandi og kom ungunum í flug.

„Já þetta er mjög skemmtilegt verkefni þar sem við erum að byggja upp talsvert stórt bú sem eingöngu mun vera með landnámshænur sem lifa meðal annars á afgöngum frá matvöruverslunum og bakaríum í Eyjafirði. Og til að vera með sem bestar hænur erum við búnir að velja nokkra staði þar sem mjög góðar landnámshænur eru, til dæmis hjá henni Valgerði að Húsatóftum. Svo munum við vera með unga frá fleiri stöðum til að styrkja stofninn. Þetta var skemmtileg ferð að sækja ungana og koma þeim í flugið, þeir voru bara tveggja daga gamlir flestir og sumir ekki nema sólahringsgamlir. Öllum heilsaðist vel eftir flugið og eru nú að braggast vel á nýja staðnum í Hrísey,“ segir Valli. 

En hvernig kom það til að þú byrjaðir í þessu?

„Á lífið ekki að vera skemmtilegt? Við hjónin eigum hús í Hrísey og þar var ég á spjalli við vin minn Kristin Árnason en hann var með þessa hugmynd. Mér þótti þetta skemmtileg hugmynd og ákvað að slá til og fara með í þetta. Svo hefur þetta undið upp á sig. Við höfum fengið mikinn stuðning frá Brothættum byggðum. Svo eru eggin mjög góð svo þeir sem hafa smakkað vilja ekkert annað lengur, en þau fást eins og er bara í búiðinni í Hrísey. Þau eru svo væntanleg í Fjarðarkaup í haust fyrir okkur sem búum hér fyrir sunnan. Búið mun rúma 1.200 hænur í fyrsta áfanga þegar allt er klárt.“

Hér má sjá skemmtilegt myndband þar sem Valli sækir ungana og kemur þeim í flug:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant