Verður 007 kona?

Mun Lashana Lynch taka við af Bond?
Mun Lashana Lynch taka við af Bond? skjáskot/Instagram

Samkvæmt heimildum The Guardian mun breska leikkonan Lashana Lynch taka við númeri James Bond, 007, í 25. James Bond-myndinni. 

Lynch mun ekki túlka persónu James Bond, en mun erfa númerið hans og því vera útsendari bresku krúnunnar. Bond sjálfur sest í helgan stein og segir sagan að hann muni sjást á sólarströnd í upphafi myndarinnar. Daniel Craig sem túlkað hefur persónu Bond í síðustu fimm myndum mun áfram túlka persónu Bond. 

Lynch er 31 árs gömul og lék í sinnu fyrstu kvikmynd, Fast Girls, árið 2011. Hún lék flugmann í Captain Marvel sem kom út fyrr á þessu ári og hefur hlotið mikið lof fyrir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.