Aldrei söm eftir fráfall bróður síns

Kim Cattrall missti bróður sinn í febrúar 2018.
Kim Cattrall missti bróður sinn í febrúar 2018. AFP

Leikkonan og Sex and the City-stjarnan Kim Cattrall segir að hún verði aldrei söm eftir að hún missti bróður sinn í febrúar í fyrra. Bróðir hennar, Christopher, féll fyrir eigin hendi. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega eftir að bróðir hennar lést.

„Ég er öðruvísi núna og verð aldrei söm,“ segir Cattrall í viðtali við The Mail on Sunday. Hún segir að hún hafi verið algjörlega óundirbúin fyrir að missa bróður sinn þrátt fyrir að hann hafi glímt við þunglyndi á þeim tíma. 

„Það getur enginn búið þig undir þetta. Hann var þunglyndur, en þunglyndi er skrítinn hlutur og það getur verið ómögulegt að greina það ef viðkomandi vill ekki láta það í ljós. Þannig að við vissum ekki að hann væri þunglyndur. Alltaf þegar maður missir einhvern sem fellur fyrir eigin hendi fer maður að velta fyrir sér hvað maður gat gert. Þessar spurninga ásækja mann og maður verður að læra að lifa með þeim. Endalaust samviskubit. Endalaus óhamingjusemi á hverjum degi því maður er að upplifa nýjan raunveruleika og maður getur ekkert gert í því,“ segir Cattrall.


Hún segir einnig að þetta hafi haft djúpstæð áhrif á allar tilfinningar hennar og að hún hafi breytt um skap nokkrum sinnum á dag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.