Eurovision í Rotterdam eða Maastricht

Duncan Laurence fagnaði sigri í Expo-höllinni í Tel Aviv í …
Duncan Laurence fagnaði sigri í Expo-höllinni í Tel Aviv í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, fer fram í Rotterdam eða Maastricht á næsta ári. Keppnin fer fram í Hollandi eftir að fulltrúi landsins fór með sigur af hólmi í söngvakeppninni í Tel Aviv í maí.

Frá þessu greinir ESC Todayfrétt­asíða Eurovisi­on-aðdá­enda.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Eurovision yrði ekki haldin í Amsterdam, höfuðborg Hollands. Var það vegna þess að þeir tónleikastaðir sem komu til greina voru uppbókaðir fyrstu vikurnar í maí.

Síðan þá hafa þrjár aðrar borgir helst úr lestinni; Utrecht, Den Bosch og Arn­hem. 

Borgirnar sem eftir standa þykja báðar vel til þess fallnar að halda keppnina á næsta ári og hefur þeim báðum verið heitið ríkulegu fjárframlagi til undirbúnings.

Ákvörðun um staðsetningu keppninnar verður tekin í næsta mánuði.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.