Klippa sjálfvígið út úr 13 Reasons Why

Leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk Hönnuh Baker í þáttunum.
Leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk Hönnuh Baker í þáttunum. AFP

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að klippa út atriði úr fyrstu seríu af þáttunum 13 Reasons Why. Umrætt atriði sýnir í smáatriðum hvernig aðal söguhetja þáttanna tók sitt eigið líf.

Fyrsta sería af 13 Reasons Why var frumsýnd á Netflix fyrir 2 árum og er þriðja sería væntanleg á næstu mánuðum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók Jay Asher en þeir hlutu mikla gagnrýni þegar þeir komu fyrst út.

Í tilkynningu sem Netflix sendi frá sér í gær kemur fram að þau hafi fengið að heyra frá ungu fólki að þættirnir hafi hvatt það til að sækja sér aðstoð og tala um tilfinningar sínar.

„Áður en við gerum þriðju seríu af 13 Reasons Why aðgengilega á veitum okkar seinna í sumar höfum við tekið tillit umræðunnar sem hefur skapast um þættina. Að ráði sérfræðinga, þar á meðal Dr. Christine Moutier, yfirmanni Bandarísku forvarnarsamtakanna gegn sjálfvígum, höfum við ákveðið ásamt höfundi þáttanna Brian Yorkey og framleiðendum þáttanna að klippa út atriðið þar sem Hannah tekur sitt eigið líf í fyrstu seríu,“ segir í tilkynningu Netflix.

Skörp aukning varð á sjálfvígstíðni bandarískra drengja mánuðinn eftir að …
Skörp aukning varð á sjálfvígstíðni bandarískra drengja mánuðinn eftir að Netflix-þættirnir 13 Reasons Why fóru í loftið árið 2017. AFP

Þættirnir voru meðal annars gagnrýndir fyrir að sýna sjálfsvíg í jákvæðu ljósi og einnig mikið af smáatriðum tengst sjálfsvígum. 

Í upphafi hvers þáttar í annarri seríu voru settar viðvaranir og áhorfendum bent á hvert þeir gætu sótt sér aðstoð ef þeir glímdu við þunglyndi, kvíða eða sjálfsvígshugsanir. Nú hefur Netflix stigið skrefinu lengra og tekið út atriðið sem sýnir sjálfsvígið.

Líkt og segir í tilkynningu streymisveitunnar hefur umræðan um þættina verið hávær. Í maí kom út skýrsla sem gaf til kynna að fleiri unglingsdrengir hafi tekið sitt eigið líf á fyrsta mánuðinum eftir útgáfu þáttanna. Skýrslan sýndi þó aðeins fram á fylgni en ekki orsakasamband og náði aðeins til unglingsdrengja, ekki unlingstúlkna eða fullorðinna.

„Vanda­málið er að all­ar upp­byggi­leg­ar leiðir til að vinna úr til­finn­inga­vanda ungs fólks falla í skugg­ann fyr­ir út­leið Hönnuh í þátt­un­um. Upp­bygg­ing­in er með þeim hætti að sjálfs­vígið virðist nán­ast vera rök­rétt af­leiðing af því hvernig komið hef­ur verið fram við hana án þess að marg­ar aðrar leiðir, eins og að leita til for­eldra, vina, hjálp­arsíma, heilsu­gæslu eða ráðgjafa til að leysa vand­ann, séu skoðaðar,“ sagði Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, í viðtali við mbl.is skömmu eft­ir út­gáfu þátt­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant