„Kvöldstund full af dulúð og harmi“

Stephen Jenkinson og hljómsveit.
Stephen Jenkinson og hljómsveit.

„Ég taldi þörf á því að fólk heyrði söguna sagða af sjónarhóli Stephans og af hans list. Ég tel að það sé gott fyrir okkur Íslendinga að heyra hann segja frá,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi í Árneshreppi og skipuleggjandi þriggja sagna- og tónlistarskemmtana með Kanadamanninum Stephen Jenkinson og hljómsveit hans hér á landi næstu daga.

Yfirskrift dagskrár Jenkinson er „Kvöldstund full af dulúð og harmi“. Fyrstu tónleikarnir verða í Iðnó í kvöld, miðvikudag, næstu í Norðurfirði á föstudagskvöld og þeir síðustu í Aratungu í Biskupstungum á mánudagskvöld. Allir hefjast tónleikarnir klukkan 20.

Spyr aðkallandi spurninga

Stephen Jenkinson er lýst sem sagnamanni, rithöfundi, bónda og rokkara. Hann er 65 ára gamall og hefur ferðast víða um lönd með hljómsveit sinni. Hann er menntaður guðfræðingur frá Harvard-háskóla og starfaði í tvo áratugi sem líknarráðgjafi deyjandi fólks. Jenkinson hefur skrifað fjórar bækur með hugleiðingum sínum og þeirra þekktust Die Wise: A Manifesto for Sanity and Soul. Um hann hefur verið gerð heimildarkvikmyndin Griefwalker þar sem boðskapurinn er sá að við eigum að umfaðma dauðann.

Á tónleika- og sagnaskemmtunum sínum fléttar Jenkinson saman tónum og sagnalist, segir kynngimagnaðar sögur, vísar jafnt til sögu Íslendinga sem ósamþykktrar sögu Norður-Ameríku og spyr spurninga á borð við: Hvað hefur komið fyrir okkur? Hvernig kom það til að við gleymdum, hver nærir okkur og hver er ábyrgð okkar í heiminum? En að sögn Elínar Öglu minnir hann áheyrendur líka á að það er hægt að hlæja líka, þrátt fyrir allt.

Greinir stöðuna

Þetta er í þriðja skipti sem Jenkinson kemur til Íslands en í tvígang hefur hann haldið námskeið í Árneshreppi og hafa þau laðað að fólk víðsvegar úr heiminum.

„Þetta eru sagnakvöld með tónlist þar sem Stephen segir frá og svo leika þau lög inn á milli,“ segir Elín Agla og bætir við að hljómsveit hans leiki einskonar þjóðlagarokk.

„Hann hefur fylgst náið með málum á Íslandi síðan ég kynntist honum. Ég hef sagt honum fréttir héðan að gömlum sið og hann hefur ekki síst fylgst með því sem er að gerast í Árneshreppi,“ segir hún. „Stephen er mjög hrifinn af Íslandi, hefur ferðast hér um og nýtur heitu pottanna, en hann hefur líka margt að segja um það sem er að gerast í dag. Stephen hefur sterka sýn á vestræna menningu og hefur verið að greina ástæður og rætur þess hvernig komið er fyrir mönnum í dag. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann skóla þar sem sérstaklega er verið að skoða þetta og reyna að greina þá sögu sem við mennirnir erum nú stödd í. Það er eins og við Vesturlandabúar höfum í dag þá tilfinningu að við séum komin handan sögunnar, að nú sé bara framþróun, tækninýjungar og allt stefni upp á við, að við séum ekki lengur inni í einhverri stórri sögu þar sem mikil átök og mögulega dularfullir atburðir eigi sér stað,“ segir hún en að svo sé vitaskuld ekki. Jenkinson fjalli um sögu okkar og hafi til þess sannkallaða náðargáfu, sé einstakur sagnameistari. „Ég þekki engan sem sér þessi mál, hvað raunverulega er að gerast, og getur orðað það jafn vel og Stephen Jenkinson,“ segir hún og kveðst hlakka til að heyra hann segja frá í hinu sögufræga húsi Iðnó í kvöld, í Norðurfirði á föstudags og loks í Aratungu. „Og þar er líka hægt að dansa,“ segir Elín Agla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler