„Ég sé ekki eftir húðflúrinu af Janet“

Jermaine Dupri er með húðflúr af Janet Jackson á líkama …
Jermaine Dupri er með húðflúr af Janet Jackson á líkama sínum. Samsett mynd

Fyrrverandi kærasti Janet Jackson, Jermaine Dupri, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið sér húðflúr af söngkonunni að því fram kemur á vef Page Six. Dupri sem einnig er tónlistarmaður var í sambandi með Jackson á árunum 2002 til 2009. 

„Ég er með húðflúr af henni, en ég þekki hana,“ sagði Dupri. „Fólk er með húðflúr af manneskjum sem það þekkir ekki neitt.“ Dupri segir marga hafa spurt á sínum tíma hvað þau myndu gera ef þau myndu hætta saman. „En þetta er einhver sem ég þekki. Ég sé ekki eftir húðflúrinu af Janet, við erum með húðflúr í stíl.“

Þó Dupri og Jackson hafi hætt saman fyrir tíu árum saman eru þau ekki óvinir. Hann segist stundum fá gagnrýni á Twitter þar sem fólk gagnrýnir hann fyrir að óska Jackson ekki til hamingju með afmælið.

„Þetta er manneskja sem ég var í sambandi með í næstum tíu ár. Ég get tekið upp símann og hringt í hana. Svo þegar þið spurjið hvort ég óski þess að ég gæti fengið Janet Jackson aftur er hún bara einu símtali frá mér.“

Janet Jackson.
Janet Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.