Blue Ivy Carter syngur á nýrri plötu Beyoncé

Þær mæðgur, Blue Ivy Carter og Beyoncé Knowles á frumsýningu …
Þær mæðgur, Blue Ivy Carter og Beyoncé Knowles á frumsýningu The Lion King í Los Angeles í síðustu viku. AFP

Blue Ivy Carter, dóttir tónlistarkonunnar Beyoncé og rapparans Jay-Z, syngur hluta af laginu Brown Skin Girl á nýrri plötu móður sinnar. Platan kom út í dag og ber nafnið Lion King: The Gift. 

Blue Ivy er einnig skráð sem einn af höfundum lagsins, en hún fer með nokkrar línur í byrjun lags og endar það líka. Hún hefur ekki langt að sækja hæfileikana enda eru foreldrar hennar meðal þekktasta tónlistarfólks í heimi í dag. 

Platan er önnur platan á þessu ári sem Beyoncé gefur út, en hún gaf út tónleikaplötuna Homecoming í apríl. Plöturnar eru báðar aðgengilegar á streymisveitunni Spotify en Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart og setti Lemonade einnig á Spotify í vor. Lemonade var tímamóta plata þegar hún kom út vorið 2016, en hún var aðeins aðgengileg á streymisveitunni Tidal fram að þessu. 

Lion King: The Gift er líkt og titilinn gefur til kynna tileinkuð Disney-myndinni The Lion King. Endurgerð af teiknimyndinni vinsælu kom út nú í dögunum og talar Beyoncé fyrir ljónynjuna Nölu í henni.

Beyoncé gaf út nýja plötu í dag tileinkaða Lion King.
Beyoncé gaf út nýja plötu í dag tileinkaða Lion King. AFP


Beyoncé samdi lagið Spirit fyrir kvikmyndina og kemur lagið fyrir í endurgerð myndarinnar. Dóttir hennar, Blue Ivy, leikur með mömmu sinni í tónlistarmyndbandinu sem fylgir laginu.

Í viðtali við ABC sagði Beyoncé að platan væri óður til Afríku. Hún nýtur aðstoðar fjölda tónlistarmanna á plötunni, þar á meðal mótleikara sínum Donald Glover sem kemur fram undir nafninu Childish Gambino í tónlistarheiminum. Kendrick Lamar, Pharrel Williams, WizKid og eiginmaður hennar Jay-Z koma einnig að nokkrum lögum á plötunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler