Segir Meghan eins og Díönu

Meghan ásamt eiginmanni sínum Harry Bretaprins og Archie.
Meghan ásamt eiginmanni sínum Harry Bretaprins og Archie. AFP

Andrew Morton ævisöguritari Díönu prinsessu segir í viðtali við ástralskan fjölmiðil að Meghan hertogaynja af Sussex hafi fengið lánaða blaðsíðu úr bók prinsessunnar. Meghan hafi sýnt sitt rétta andlit of snemma og farið fram á að eiga einkalíf of snemma. 

Díana, líkt og Meghan, var þreytt á að vera endalaust í sviðsljósinu og reyndi að ala syni sína, Vilhjálm og Harry, upp sem venjulega drengi. Morton segir að munurinn á þeim sé að Díana lét ekki heyra í sér fyrr en hún var búin að vera í 10 ár í konungsfjölskyldunni. 

Díana prinsessa 17. júní árið 1997.
Díana prinsessa 17. júní árið 1997. AFP

Meghan hefur aðeins formlega verið í konungsfjölskyldunni síðan í maí í fyrra. Þau Harry hafa þó oft farið fram á að þau séu látin í friði síðan þá. Það hefur sérstaklega verið áberandi síðustu vikur og mánuði eftir að frumburður þeirra, Archie, kom í heiminn.

Árið 1991 hafði Díana prinsessa samband við Morton til að segja honum sögu sína og hvernig hjónaband hennar og Karls hafði verið síðustu tíu ár. Bókin Diana: Her True Story In Her Own Words kom svo út árið 1992 og gerði mikinn usla. Hún hefur selst í milljónum eintaka um allan heim og enn er verið að prenta hana.

Oprah Winfrey var boðið í brúðkaup Meghan og Harry.
Oprah Winfrey var boðið í brúðkaup Meghan og Harry. IAN WEST

Morton segir að hann hafi strax séð það á viðtalinu sem birtist við hana eftir trúlofunina. Þar ræddi hún um ást og rómantík sem hefði ekki fengið góðar viðtökur hér á árum áður. Hann segir að gestalistinn í brúðkaupið hafi líka sagt sitt, þar sem Meghan bauð fjöldanum öllum af A-lista-stjörnum úr Hollywood. Þessir vinir hennar hafa svo reynst henni vel síðasta árið og varið hana í fjölmiðlum. 

Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan.
Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant