Einhver ætti að negla mömmu

Pete Davidson.
Pete Davidson. mbl.is/AFP

Saturday Night Live-grínistinn Pete Davidson talar meðal annars um samband sitt við móður sína, Amy Waters Davidsoní Youtube-þættinum Dressing Funny. Davidson segist búa með móður sinni sem er ekkja en vill endilega að hún finni sér kærasta. 

Davidson segist vera að reyna að fá mömmu sína til þess að fara á stefnumót. Þegar þáttarstjórnandinn Tan France spurði Davidson hvað honum þætti um að mamma hans færi á stefnumót stóð ekki á svörum. 

„Mér er saman,“ svaraði Davidson. „Einhver ætti að negla hana. Í alvöru, hún hefur ekki verið með neinum síðan þú veist, pabbi minn dó. Einhver þarf að fara þarna og ná þessari konu af mér.“

Davidson vill því endilega að mamma hans finni sér nýjan mann en tæp 18 ár eru síðan faðir grínistans dó við björgunarstörf í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001 en hann var slökkviliðsmaður. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.