Langar ekki að giftast Scott

Kylie Jenner langar ekkert endilega til að giftast Travis Scott.
Kylie Jenner langar ekkert endilega til að giftast Travis Scott. Neilson Barnard

Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner er ekki á þeim buxunum að ganga í það heilaga með kærasta og barnsföður sínum Travis Scott. 

Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly er Scott ólmur í að giftast Jenner en hún hefur ekki mikinn áhuga á því.

Scott og Jenner hafa verið í sambandi síðan í apríl 2017, búa saman og eiga dótturina Stormi sem varð 1 árs í febrúar. Scott er 28 ára en Jenner verður aðeins 22 ára í ágúst. 

Sögusagnir hafa oft verið á kreiki hvort þau væru gengin í hjónaband þar sem þau kalla hvort annað ítrekað eiginmann og eiginkonu á samfélagsmiðlum.

Systur Jenner, þar á meðal Kim Kardashian vilja þó endilega að hún gangi í hjónaband sem fyrst.

Þrátt fyrir að vilja ekki endilega gifta sig vill Jenner þó ólm eignast fleiri börn og skrifaði við afmæliskveðju til Scott á Instagram að þau ættu að fara að búa til fleiri börn saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.