Úr klámmyndum í kirkjuna

Brittni De La Mora hætti í klámmyndunum fyrir kirkjuna.
Brittni De La Mora hætti í klámmyndunum fyrir kirkjuna. Skjáskot/Facebook

Brittni De La Mora var ein heitasta klámstjarna í heimi árið 2012. Það ár ákvað hún að segja skilið við klámmyndaiðnaðinn sem hún hafði starfað við í yfir tíu ár. Hún skilur eftir sig yfir hundrað klámmyndir, en hún kom fram undir nafninu Jenna Presley.

De La Mora leitaði sér hjálpar vegna neyslu sinnar og geðheilsu og fann kirkjuna XXXchurch. XXXchurch er kirkja sem hefur það að markmiðið að hjálpa þeim sem glíma við klámfíkn. 

Hún varð ástfangin af prestinum, Richard De La Mora og giftu þau sig árið 2016. Síðan þá hafa þau predikaði í kirkjunni Cornerstone Church í San Diego í Bandaríkjunum. Þau eiga nú von á sínu fyrsta barni saman.

Velgengni hennar stoppar ekki þar, en þau hjónin hafa tekið við stjórn XXXchurch og tilkynntu um það í síðustu viku. Þau taka við af stofnanda kirkjunnar Craig Gross. 

„Við erum þakklát fyrir að Guð hafi kallað okkur í ráðuneytið sitt, og við erum svo þakklát að bæði Guð og Craig hafi treyst okkur fyrir þessari stöðu,“ skrifar De La Mora í færslu á Facebook.

Stofnandi kirkjunnar yfirgefur hana ekki fyrir síður mikilvæg verkefni en að beina klámfíklum á beinu brautina. Hann ætlar að einbeita sér að vefsíðu sinni „Kristilegt kannabis“ og að hanna kannabisvörur sem efla umræðuna um notagildi kannabis.

Gross hefur hjálpað De La Mora mikið í gegnum síðustu ár en þegar hún kom inn í kirkjuna var hún á slæmum stað. Hún var með um 30 þúsund Bandaríkjadali í laun á mánuði eða 3,7 milljónir íslenskra króna. Samt sem áður átti hún erfitt með að borga húsaleigu, því peningarnir hennar fóru í fíkniefni.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.