Erfitt að deila Williams með heiminum

Robin Williams lést 11. ágúst árið 2014.
Robin Williams lést 11. ágúst árið 2014. mbl.is/AFP

Elsti sonur Robin Williams, Zac Williams, minntist föður síns í innslagi í þættinum Good Morning Britain í tilefni þess að bráðum eru fimm ár frá láti Williams sem hefði orðið 68 ára þann 21. júlí. Williams svipti sig lífi 11. ágúst 2014 og skildi eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 

Zac Williams sem er elsta barn gamanleikarans segir í innslaginu að það hafi tekið á að eiga Williams sem föður. Zac segist stundum hafa átt erfitt með að hjálpa föður sínum vegna þess hversu lokaður hann var. 

Zac þótti erfitt að horfa upp á föður sinn koma fram þegar hann vissi að honum leið illa. 

„Það var átakanlegt af því hann fór enn út og vildi deila hlátri og húmor með heiminum,“ sagði sonur leikarans. „Og á meðan hann þjáðist og glímdi við vandamál fór hann út og kom fram. Ég dáist að því og elskaði hann svo mikið en að þurfa að deila honum var erfitt.“

Zac eignaðist sjálfur son fyrir tveimur mánuðum og eru hann og barnsmóðir hans staðráðin á að tala um tilfinningar sínar við barnið sitt. 

„Lífið getur virst stutt og það er bara mikilvægt að virkilega deila ást og umhyggju þegar þú getur,“ sagði þessi elsti sonur eins dáðasta gamanleikara fyrr og síðar. 

Robin Williams árið 1998.
Robin Williams árið 1998. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson