Er Britney trúlofuð?

Britney Spears og kærastinn Sam Asghari.
Britney Spears og kærastinn Sam Asghari. mbl.is/AFP

Söngkonan Britney Spears mætti á frumsýningu myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood í gær ásamt kærasta sínum Sam Asghari. Var þetta í fyrsta skipti sem parið mætir saman á rauða dregilinn. Það var þó demantshringur á baugfingri Spears sem stal athygli flestra. 

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að fólk velti því nú fyrir sér hvort Spears sé trúlofuð dansaranum. „Fyrsta frumsýningin okkar,“ skrifaði Spears á Instagram en hefur ekkert gefið upp um hvort hún sé á leið upp að altarinu aftur. Reyndar er þetta í fyrsta sinn sem söngkonan lætur sjá sig á rauða dreglinum í meira en ár. 

Spears og Asghari hafa verið saman síðan árið 2016 og virtust yfir sig ástfangin á frumsýningu nýjustu myndar Quentin Tarantino hvort sem þau eru trúlofuð eða ekki. 

Hringur Britney Spears vakti athygli.
Hringur Britney Spears vakti athygli. mbl.is/AFP
Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við ókunnuga gætu reitt þig til reiði. Kannski þú ættir að minnska samskiptin um tíma við þá sem þú þekkir ekki mjög vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við ókunnuga gætu reitt þig til reiði. Kannski þú ættir að minnska samskiptin um tíma við þá sem þú þekkir ekki mjög vel.