Birgitta Haukdal innblástur fyrir Eurovision-myndina?

Er Birgitta Haukdal innblásturinn fyrir kvikmynd Will Ferrell?
Er Birgitta Haukdal innblásturinn fyrir kvikmynd Will Ferrell? mbl.is/kristinn

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Eurovision-kvikmynd leikarans Will Ferrell verða tekin að hluta til upp á Húsavík. Þá mun sagan fjalla um unga stúlku frá smábæ á Íslandi sem keppir í Eurovision-söngkeppninni. 

Við þennan söguþráð kannast eflaust margir því tónlistarkonan Birgitta Haukdal er einmitt frá Húsavík en hún tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2003 og lenti í 8. sæti. Birgittu ættu því flestir að kannast við en hún var líka söngkona hljómsveitarinnar Írafár.

Fetar Rachel McAdams í fótspor Birgittu Haukdal?
Fetar Rachel McAdams í fótspor Birgittu Haukdal? AFP

Heimildir mbl.is herma að tökulið og leikarar muni eyða nokkrum vikum á Húsavík nú í haust. Kvikmyndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Tökur munu þó að mestu leyti fara fram í Pinewood-stúdíóinu í London á Bretlandi. 

Með aðalhlutverk í myndinni fer stórleikkonan Rachel McAdams, en Will Ferrell mun einnig leika í myndinni. Heimildir Vísis herma að íslensku leikararnir Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson og Hannes Óli Ágústsson muni fara með hlutverk í myndinni. Jóhannes Haukur Jóhannesson er eini íslenski leikarinn sem er tilgreindur á IMDb-síðu myndarinnar.

Will Ferrell fer ekki aðeins með hlutverk í myndinni, heldur hefur hann einnig komið að handritsgerð og framleiðslu myndarinnar. Hann er mikill aðdáandi keppninnar og var staddur í Ísrael í vor. 

Will Ferrell kemur hingað til lands í haust.
Will Ferrell kemur hingað til lands í haust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir