Lenti á Instagram hjá Dan Bilzerian

Það kom Kristni á óvart að birtast á Instagramminu hjá …
Það kom Kristni á óvart að birtast á Instagramminu hjá Dan Bilzerian. Instagram/Dan Bilzerian

Það kom Kristni Loga Sigmarssyni á óvart að birtast á 28 milljóna fylgjenda Instagram-síðu Dan Bilzerians í gær. Hann veitti Bilzerian og fylgdarliði hans leiðsögn um Þúsund vatna leið á Hellisheiði um helgina. 

„Við vorum með honum í nokkra klukkutíma og fórum með honum þessa leið, sem er mjög algeng í svona jeppatúrum,“ segir Kristinn við mbl.is en hann var hálftregur að veita viðtal vegna myndarinnar.

Bilzerian, alræmd samfélagsmiðlastjarna sem hefur meðal annars lifibrauð sitt af því að birta af sér ljósmyndir umkringdum fáklæddum konum dag inn og dag út, birti að vonum myndir úr ferðinni. Og á myndunum voru fáklæddar konur.

View this post on Instagram

Iceland is such a cool place, volcanic hot springs at 5am

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian) on Jul 28, 2019 at 8:06am PDT

Í myndasyrpunni sem Bilzerian birti eru myndir af honum og fylgismeyjum hans á fyrstu þremur myndunum og svo birtist allt í einu Kristinn Logi á bakkanum. „Ég bjóst nú ekki við því,“ segir Kristinn. „Þetta var svolítið út í bláinn. En ætli ég verði þá ekki á einni af mest lækuðu Instagram-myndunum af Íslendingum,“ segir hann og hlær við.

Algengt er að ferðamenn taki myndir þegar Kristinn og samstarfsmenn hans veita leiðsögn um svona svæði en síður algengt að leiðsögumennirnir rati inn á fjölsótt vefsvæði sem þessi. „Í mínu fagi höfum við hvort eð er engan áhuga á því. Ég vil þess vegna ekkert gera úr þessu, ef ég vildi fara í fjölmiðla með svona mál væri ég löngu búinn að því,“ segir hann. 

Bilzerian er á förum aftur heim til Ameríku í dag eða á morgun. Hann hefur verið á ferð um landið í nokkra daga og meðal annars hitt að máli annan umdeildan samfélagsmiðlamann, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamann.

View this post on Instagram

There’s always time for the gym @thorbjornsson

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian) on Jul 26, 2019 at 1:40pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson