Pierce Brosnan í hlutverki Íslendings?

Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í Eurovision-söngvamynd Will Ferell …
Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í Eurovision-söngvamynd Will Ferell og fregnir herma að hann muni fara með hlutverk Íslendings. Ljósmynd/Instagram

Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í Eurovision-kvikmynd Will Ferell þar sem Ísland mun gegna stóru hlutverki. 

Írski miðillinn RIE greinir frá því að Brosnan muni fara með hlutverk Íslendings í myndinni, sem fjallar um unga stúlku frá smábæ á Íslandi sem keppir í Eurovision. Rachel McAdams fer með hlutverk ungu stúlkunnar og verður Húsavík sögusvið smábæjarins. Húsavík er einmitt heimabær Birgittu Haukdal sem tók þátt í Eurovision árið 2003 og því má velta því fyrir sér hvort Birgitta hafi veitt Ferell innblástur við handritsskrifin? 

Pierce Brosnan er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem njósnari hennar hátignar, James Bond. Brosnan hefur einnig gert það gott í söngvamyndum, til að mynda Mamma Mia-myndunum sem byggja á tónlist sænsku hljómsveitarinnar ABBA, sem sigraði einmitt í Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. 

Tökur hefjast í Pinewood-kvikmyndaverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram á Húsavík líkt og fyrr segir, sem og í Tel Aviv. 

Ferell og McAdams voru viðstödd keppnina í Tel Aviv í vor en Ferell er mikill áhugamaður um keppnina. Eiginkona hans, Viveca Paulin, er sænsk og því forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur Ferell greinilega smitast af áhuganum. 

Íslenskir leikarar munu einnig fara með hlutverk í myndinni. Samkvæmt IMDb-síðu myndarinnar fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverki í myndinni, en fregnir herma að Ólafur Darri Ólafsson og Hannes Óli Ágústsson muni einnig fara með hlutverk í myndinni, sem er fram­leidd fyr­ir streym­isveit­una Net­flix.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler