Hættir að nota prinsessutitilinn

Marta Lovísa Noregsprinsessa og bandaríski heilarinn Durek Verrett í Ósló …
Marta Lovísa Noregsprinsessa og bandaríski heilarinn Durek Verrett í Ósló í vor. mlb.is/AFP

Marta Lovísa Noregsprinsessa og norska konungsfjölskyldan greindu frá því í gær að prinsessan væri hætt að nota prinsessutitilinn við ákveðin tilefni. Umræða um hvernig hún notaði prinsessutitil sinn skapaðist í vor þegar hún kynnti nýjan kærasta og fyrirlestraferð þeirra undir yfirskriftinni „Prins­ess­an og seiðmaður­inn“. 

Prinsessan hefur þó ekki afsalað sér prinsessutigninni. Á heimasíðu konungsfjölskyldunnar kemur fram að prinsessan muni áfram nota prinsessutitilinn þegar hún kemur fram fyrir hönd fjölskyldunnar og í einkaerindum. Hún mun hins vegar nota nafn sitt, Marta Lovísa, þegar hún sinnir verkefnum í hagnaðarskyni. 

Marta Lovísa greindi einnig frá ákvörðuninni á Instagram-síðu sinni. Sagði hún þar að henni þætti leitt hvernig hún hafi notað titilinn og það hafi verið mistök að nota prinsessutitilinn á þann hátt sem hún gerði. 

Marta Lovísa af­salaði sér titl­in­um „kon­ung­leg há­tign“ og líf­eyri frá kon­ungs­höll­inni árið 2002 og sagðist þá vilja frelsi til að sinna áhuga­mál­um sín­um. Hún rak lengi engla­skóla ásamt sam­starfs­konu sinni, Elisa­beth Nor­d­eng, og þær skrifuðu tvær bæk­ur til að hjálpa fólki að kom­ast í sam­band við engla.

View this post on Instagram

Det har vært mange diskusjoner om min bruk av tittel i kommersiell sammenheng i det siste. Det at jeg brukte Prinsesse i tittelen på min turné, har jeg sagt tidligere at jeg er veldig lei meg for, og det står jeg fortsatt ved. Det var et feiltrinn og jeg skjønner at det provoserer når prinsessetittelen blir brukt på denne måten. Diskusjonene er noe jeg har tatt seriøst, og i samarbeid med min familie har vi funnet ut at det er best at vi gjør noen endringer. Vi har derfor i fellesskap kommet fram til at jeg bruker tittelen prinsesse når jeg representerer Kongehuset, gjør mine offisielle oppdrag i inn og utland og i private sammenhenger. Jeg skal fra nå av ikke bruke min prinsessetittel i kommersiell sammenheng. Det vil si at jeg i alle kommersielle sammenhenger, bruker kun Märtha Louise. Dette opplever jeg som en god løsning der det blir et tydelig skille mellom min næringsvirksomhet og min rolle som representant for Kongehuset og at jeg dermed har skapt rom for større frihet i min næringsvirksomhet. #livsendringer #livet @martha.louise.intuitive

A post shared by Princess Märtha Louise (@princessmarthalouise) on Aug 7, 2019 at 4:09am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant