„Ég laug að Opruh“

Geena Davis segist hafa logið að Opruh Winfrey.
Geena Davis segist hafa logið að Opruh Winfrey. AFP

Leikkonan Geena Davis sagði í dómssal að hún hefði logið að spjallþáttastjórnandanum Opruh Winfrey um hjónaband sitt. Davis stendur nú í illvígum deilum yfir skilnaði sínum við fyrrverandi eiginmann, eða kærasta sinn, Reza Jarrayh. 

Davis og Jarryah hafa verið saman frá árinu 2001 og eiga þrjú börn saman. Þau greinir hins vegar á um hvort þau hafi verið gift eða ekki. Jarrayh heldur því fram að þau hafi verið löglega gift og krefst þess að eignum þeirra verði skipt upp og hann fái framfærslu eftir skilnaðinn. Hann sótti um skilnað í maí 2018.

Davis segir að þau hafi aldrei gift sig löglega, þau hafi ekki einu sinni sótt um leyfi til þess. Í dómsalnum sýndi lögfræðingur Jarrayh brot úr þætti Opruh þar sem Davis talaði um hversu góður eiginmaður Jarrayh væri. Davis svaraði undir eið að hún hefði logið að Opruh. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.