Hætt saman eftir sjö mánaða hjónaband

Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja. mbl.is/AFP

Söngkona Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth tilkynntu um skilnað sinn um helgina en þau gengu í hjónband á Þorláksmessu. Það eru því aðeins rúmlega sjö mánuðir síðan þau giftu sig. Aðeins nokkrum klukkutímum áður en Cyrus sendi frá sér tilkynningu var hún mynduð kyssa Kaitlynn Carter í fríi á Ítalíu að því fram kemur á vef People

Heimildarmaður segir að þær Cyrus og Carter eigi sameiginlega vini og eru bara að skemmta sér. Það sem gerir málið enn áhugaverðara er að ekki er nema rúmlega vika síðan að Carter og Kardashian/Jenner-hálfbróðirinn Brody Jenner tilkynntu um skilnað sinn. Kaitlynn Carter og Brody Jenner giftu sig sumarið 2018.

Cyrus og Hemsworth eru þekkt fyrir stormasamt samband en þau kynnt­ust árið 2009 og trú­lofuðu sig fyrst þrem­ur árum seinna. Trú­lof­un­in ent­ist þó ekki og hætti parið sam­an árið 2013. Cyr­us staðfesti svo árið 2016 að þau væru ekki bara byrjuð sam­an aft­ur held­ur líka trú­lofuð.  

Cyrus hefur alla tíð talað opinskátt um áhuga sinn á konum. 

„Ég er í gagn­kyn­hneigðu sam­bandi en ég laðast enn kyn­ferðis­lega að kon­um,“ sagði Cyrus í viðtali við Elle sem birtist í sumar. Í sama viðtali sagðist Cyrus ekki vilja eignast börn og kunna illa við orðið eiginkona. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.