Höfundur One Tree Hill skapaði vandræði

Bethany Joy Lenz fór með hlutverk Haley James Scott í …
Bethany Joy Lenz fór með hlutverk Haley James Scott í One Tree Hill. AFP

Leikkonurnar Jana Kramer og Bethany Joy Lenz sammæltust um það í hlaðvarpsþætti Kramer að höfundur þáttanna One Tree Hill hafi skapað vandræði á tökustað. 

Kramer og Lenz léku báðar í unglingaþáttunum vinsælu sem voru sýndir frá 2003 til 2012. Höfundur þáttanna, Mark Schwahn, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni árið 2017 af fjölda kvenna sem komu að þáttunum. 

Þær segja að hann hafi búið til togstreitu á milli leikaranna og klofið hópinn í A-lið og B-lið. Lenz lék í öllum 9 seríunum sem gerðar voru, en Kramer aðeins í þremur síðustu seríunum. 

Í hlaðvarpsþættinum ræða þær einnig um endurfundi One Tree Hill og segja að það gæti orðið gaman. Lenz segir að henni lítist ekki á að gera fleiri þætti, þar sem Schwahn muni græða á því, sama hvort hann kæmi að þáttunum eða ekki. 

„Það væri frábært að fara til baka og ekki líða eins og það væri klofningur eða rifrildi í gangi. Ég held að við séum öll eldri núna, og það yrði miklu auðveldara að njóta þess að vera saman og njóta þess að fara í vinnuna. Kunna að meta það að hafa vinnu, meta það að eiga risastóran aðdáendahóp,“ sagði Lenz.

Jana Kramer fór með hlutverk í síðustu þremur seríunum af …
Jana Kramer fór með hlutverk í síðustu þremur seríunum af One Tree Hill. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.