Sjáðu hvað gerðist baksviðs á Þjóðhátíð

Ingi Bauer spilaði á Þjóðhátíð.
Ingi Bauer spilaði á Þjóðhátíð.

Ingi Bauer, annar af Ice Cold-dúettinum, spilaði á Þjóðhátíð í eyjum um verslunarmannahelgina. Ingi er hvað þekktastur fyrir lög á borð við Upp til hópa sem hann samdi með Herra Hnetusmjöri og Dicks sem hann samdi ásamt séra Bjössa. 

Ingi nennti að sjálfsögðu ekki einn á Þjóðhátíð þannig að með í för voru Chase, Davíð Regins, Ezekiel Carl, Gunnar úr Áttunni og Stefán Atli sem er með honum í Ice Cold. 

Stefán Atli var með myndavélina á lofti og setti saman þetta myndband sem fangar stemninguna sem ríkti í eyjum þessa helgi. Þekktir listamenn koma fyrir í myndbandinu eins og séra Bjössi, Sprite Zero Klan og fleiri. 

Dúettinn Ice Cold eða Ingi Bauer og Stefán Atli Rúnarsson.
Dúettinn Ice Cold eða Ingi Bauer og Stefán Atli Rúnarsson.
mbl.is