Tinder-ferðalangurinn reynir að komast til Íslands

Anthony Botta reynir nú að komast til Íslands.
Anthony Botta reynir nú að komast til Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Belginn Anthony Botta sendi í það minnsta tveimur konum hér í Reykjavík skilaboð á Tinder í vikunni þar sem hann bað þær að borga flugfar fyrir sig til Íslands. Hann spurði einnig hvort hann mætti gista hjá þeim. 

Áður hefur verið fjallað um för Botta, en hann hefur gortað af því að ferðast um heiminn og gista hjá konum sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. 

Þóra Sif Guðmundsdóttir vakti athygli á Botta á Twitter, þar sem hún segist hafa átt samskipti við hann á Tinder. Hann hafi síðan beðið hana um að fletta upp „Tindersurfing“ sem endaði með því að hún fann grein um hann. 

Önnur kona sá færslu Þóru á Twitter og setti inn skjáskot af samskiptum sínum við manninn á Tinder. Þegar þær Þóra báru saman bækur sínar kom í ljós að hann hafði sent þeim nákvæmlega sömu skilaboðin og beðið þær báðar að gefa sér fyrir flugi til Íslands. 

Þar segir hann að hann hafi tapað veðmáli og þurfi nú að fá einhvern til að borga fyrir sig flugfar. Konurnar féllu ekki fyrir bellibrögðum Botta en óskuðu honum góðs gengis.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson