29 og of gömul til að vera sexí

Bebe Rexha ætlar að halda áfram að fagna hverju aldursári.
Bebe Rexha ætlar að halda áfram að fagna hverju aldursári. AFP

Tónlistarkonan Bebe Rexha greindi frá því nýlega á Instagram að karlkyns framkvæmdastjóri hefði sagt við hana að merkið hennar væri ruglandi.

Hann sagði að hún væri lagahöfundur sem birti kynþokkafullar myndir á Instagram og það væri ekki það sem kvenkyns lagahöfundar gerðu. Hann bætti við að það væri sérstaklega ekki það sem kvenkyns lagahöfundar gerðu þegar þeir væru komnir til ára sinna líkt og Rexha. 

Rexha, sem er 29 ára, segist vera þreytt á að vera sett í kassa. „Ég geri mínar eigin reglur. Ég er þreytt á því að konur séu merktar sem „skass“ þegar þær verða eldri, en karlar verða kynþokkafullir,“ skrifaði Rexha. 

Hún verður þrítug 30. ágúst næstkomandi og ætlar að fagna aldrinum og hvað þá ljúga til um aldur sinn. „Ég ætla að fagna aldrinum, því veistu hvað, ég er klárari, sterkari og treystið mér ég er miklu betri ástkona en ég var fyrir 10 árum,“ skrifar Rexha í lokin. 


View this post on Instagram

I recently had a MALE music executive tell me that I was getting too old and that my brand was “confusing.” Because... I’m a songwriter and I post sexy pics on my Instagram and that’s not what female songwriters are suppose to do, especially for my age. I’m 29. I’m fed up with being put in a box. I make my own rules. I’m tired of women getting labeled as “hags” when they get old and guys get labeled as sexy with age. Anyways, I’m turning 30 on August 30 and you know what, I’m not running away from it. I’m not gonna lie about my age or sing songs that I feel will sell better because they sound “younger.” I’m gonna celebrate my age because you know what, I’m wiser, I’m stronger and TRUST ME I’m a much better lover than I was 10 years ago.

A post shared by Bebe Rexha (@beberexha) on Aug 12, 2019 at 8:11am PDTmbl.is