Adele vil láta vita að hún hafi það gott

Adele birti nýverið þessa mynd af sér þar sem hún …
Adele birti nýverið þessa mynd af sér þar sem hún er á ferðalagi með vinum og vandamönnum í sumar.

Tónlistarkonan Adele er lítið fyrir að láta fólk vita hvað hún er að gera utan vinnu. Hún birti hins vegar myndir af sér nýverið sem sýna að hún hefur haft í nógu að snúast í sumar. Þetta kemur fram á vef ELLE.

View this post on Instagram

Summer 2019 💫

A post shared by Adele (@adele) on Aug 11, 2019 at 8:42am PDT

Adele er búin að eiga erfitt ár, þar sem hún og eiginmaður hennar SImon Konecki skildu að skiptum í apríl. Það var talsmaður söngkonunnar sem tilkynnti um skilnaðinn. Síðan þá hefur lítið heyrst frá henni þar til núna. 

Á vef ELLE kemur fram að hún setur Angelo, son þeirra Konecki, í fyrsta sætið og leitast við að gera það sem gera þarf til að fjölskyldan hafi það sem best. 

Myndirnar sýna að Adele vill láta fylgjendur sína vita að hún er búin að njóta sumarsins og hefur það gott. Það er jákvæð orka í kringum hana og virðist hún vera að leggja áherslu á hreyfingu og sjálfsrækt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.