Cyrus ekki að drífa sig að skilja

Þau eru ekki að drífa sig að skilja, Liam Hemsworth …
Þau eru ekki að drífa sig að skilja, Liam Hemsworth og Miley Cyrus. AFP

Samkvæmt heimildarmanni People er tónlistarkonan Miley Cyrus ekki að drífa sig að sækja um skilnað við eiginmann sinn Liam Hemsworth. Þau hafa verið skilin að borði og sæng í nokkurn tíma og hyggjast ekki skilja strax. „Þau eru í pásu núna af því þau þurftu það. Þetta var ekki gott ástand og þau sammæltust ekki um margt,“ sagði heimildarmaðurinn.

Cyrus og Hemsworth hafa áður hætt saman en fundið leið til að sættast aftur. Það gæti því enn verið von fyrir parið. Þau skildu að borði og sæng rúmlega hálfu ári eftir að þau gengu í það heilaga. Samkvæmt heimildum TMZ hafði hjónabandið staðið á brauðfótum um nokkurt skeið og aðeins Cyrus reyndi að laga það, ekki Hemsworth. 

Hann tjáði sig í fyrsta skipti um skilnaðinn á Instagram í gær, þar sem hann tilkynnti skilnaðinn og sagðist ekki ætla að tjá sig við nokkurn fjölmiðil.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.