Í þetta eyddi Britney í fyrra

Búðin Target er greinilega í uppáhaldi hjá söngkonunni Britney Spears.
Búðin Target er greinilega í uppáhaldi hjá söngkonunni Britney Spears. mbl.is/AFP

Söngkonan Britney Spears eyddi meira en 66 þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 8,2 milljónum íslenskra króna í heimilisvörur á síðasta ári. ET greinir frá ársreikningi stjörnunnar sem má finna í dómsskjölum. 

Það kostaði alls 400 þúsund Bandaríkjadali eða tæpar 50 milljónir íslenskra króna að vera Birtney Spears árið 2018. 

Spears er sögð hafa eytt háum upphæðum í heimilisvörur í Target sem hún heimsótti oftar en 80 sinnum á síðasta ári eða nokkrum sinnum í viku. Hún keypti einnig heimilisvörur í búðum á borð við Home Depot, Walmart, Bed, Bath & Beyond, 7-Eleven og Amazon. 

Einnig kemur í ljós að góð summa fór í ferðalög en hún eyddi 70 þúsund Bandaríkjadölum eða 8,7 milljónum í ferðalög á síðasta ári. Ein fjögurra nátta ferð á Montage Beverly Hills-hótelið kostaði hana til dæmis yfir 16 þúsund Bandaríkjadali eða tæpar tvær milljónir.  

Stærsti kostnaðarliðurinn hjá Britney Spears er þó hvorki ferðalög né heimilisvörur heldur lögfræðikostnaður og kostnaður vegna fjárhaldsmanna hennar. Faðir Spears er einn af tveimur aðilum sem hafa farið með fjárhag hennar síðustu tíu ár og gerir það nú einn. Borgaði Spears honum 128 þúsund Bandaríkjadali í fyrra eða tæpar 16 milljónir. 

Þrátt fyrir að árið í fyrra hafi verið söngkonunni kostnaðarsamt er hún ekki á flæðiskeri stödd þar sem heildareignir Spears árið 2018 eru sagðar vera rúmlega 59 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega sjö milljarðar íslenskra króna.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.