Katy Perry sökuð um kynferðislega áreitni

Kloss segir Perry hafa gyrt niður um hann og sýnt …
Kloss segir Perry hafa gyrt niður um hann og sýnt veislugestum getnaðarlim hans. AFP

Leikarinn Josh Kloss sakar Katy Perry um að hafa áreitt sig kynferðislega þegar þau unnu saman að tónlistarmyndbandi hennar við lagið Teenage Dream árið 2010.

Kloss opnar sig í nýrri færslu á Instagram þar sem hann lýsir sambandi sínu og tónlistarkonunnar. Hann segir að hún hafi alltaf verið frábær við hann þegar þau voru í einrúmi en þurr á manninn þegar þau voru saman í kringum aðra.

Josh Kloss sakar Katy Perry um kynferðislega áreitni.
Josh Kloss sakar Katy Perry um kynferðislega áreitni. Skjáskot/Instagram

Hann lýsti því þegar þau voru bæði stödd í afmælisveislu og hún gyrti buxurnar niður um hann og sýndi vinum og veislugestum typpi hans.

„Ég er bara að segja þetta núna því menningin er þannig í dag að hún reynir að sanna að karlar með völd séu siðlausir. En konur með völd eru jafn ógeðslegar,“ skrifar Kloss. Hann segir að hann hafi harkað framkomu Perry af sér, því hann var ekki með neina aðra vinnu og þurfti að hafa í sig og á. 

Hann fann einnig fyrir mikilli pressu til að segja ekki frá raunverulegri hegðun Perry í öllum viðtölum sem hann fór í eftir tónlistarmyndbandið. Þá voru svör hans oft skrifuð fyrir hann af starfsfólki Perry. 

View this post on Instagram

You know. After I met Katy, we sang a worship song, “open the eyes of my heart” She was cool and kind. When other people were around she was cold as ice even called the act of kissing me “gross” to the entire set while filming. Now I was pretty embarrassed but kept giving my all, as my ex was busy cheating on me and my daughter was just a toddler, I knew I had to endure for her sake. After the first day of shooting, Katy invited me to a strip club in Santa Barbara. I declined and told her “I have to go back to hotel and rest, because this job is all I have right now” So I saw Katy a couple times after her break up with Russel. This one time I brought a friend who was dying to meet her. It was Johny Wujek’s birthday party at moonlight roller way. And when I saw her, we hugged and she was still my crush. But as I turned to introduce my friend, she pulled my Adidas sweats and underwear out as far as she could to show a couple of her guy friends and the crowd around us, my penis. Can you imagine how pathetic and embarrassed i felt? I just say this now because our culture is set on proving men of power are perverse. But females with power are just as disgusting. So for all her good she is an amazing leader, hers songs are mainly great empowering anthems. And that is it. I continued to watch her use clips of her music videos for her world tour and then her dvd, only highlighting one of her male co-stars, and it was me. I made around 650 in total off of teenage dream. I was lorded over by her reps, about not discussing a single thing about anything regarding Katy publicly. And a couple interviews they edited and answered for me. So, happy anniversary to one of the most confusing, assaulting, and belittling jobs I’ve ever done. Yay #teenagedream I was actually gonna play the song and sing it on ukele for the anniversary, but then as I was tuning I thought, fuck this, I’m not helping her bs image another second.

A post shared by Joshkloss (@iamjoshkloss) on Aug 11, 2019 at 10:46am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.