Einkakokkur Sheeran og Zara Larsson hjá Matís

Zara Larsson prófar sýndarveruleikagleraugun.
Zara Larsson prófar sýndarveruleikagleraugun. Ljósmynd/Matís

Einkakokkur breska söngvarans Ed Sheeran, Josh Harte, og sænska söngkonan Zara Larsson heimsóttu höfuðstöðvar Matís eftir stórtónleika söngvarans rauðhærða um helgina. Fræddust þau um hefðbundin íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð.

Harte og Larsson, ásamt föruneyti, hitti hóp matarfrumkvöðla og kynntust hefðbundnum jafnt sem nýjum íslenskum matvælum. Í tilkynningu frá Matís segir að tvíeykið hafi fengið að kynnast þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleikaverkefni sem hefur það markmið að tengja neytendur betur við uppruna matvæla. 

Prentað salamöndrusmjör

Sérfræðingar Matís prentuðu fyrir þau ýmiskonar góðgæti úr íslenskum hráefnum í ólíkum formum sem borin voru á borð, þar á meðal salamöndru og fisk úr smjöri, borið fram með flatkökum og harðfiski. Þá voru þau send inn í heim sýndarveruleika með þar til gerðum gleraugum og fengu þannig að upplifa fiskveiðar og fiskvinnslu í návígi, auk þrívíddarprentunar á aukaafurðum fisks.

Harte snæddi síðan síðdegisverð með matarfrumkvöðlunum þar sem íslensk matarmenning var kynnt ásamt þeim hráefnum sem landið hefur upp á að bjóða. Samkvæmt Matís var mikið rætt um sjálfbærnu og matarsóun, en Harte mun vera mjög umhugað um þau málefni. 

Gæddi Harte sér meðal annars á íslensku lambakjöti, sviðakjamma og íslenskri bleikju. Segist hann hafa fallið fyrir landi og þjóð og getur ekki beðið eftir því að koma hingað aftur. 

Josh Harte gæðir sér á sviðakjamma.
Josh Harte gæðir sér á sviðakjamma. Ljósmynd/Matís
Veglegt veisluborðið.
Veglegt veisluborðið. Ljósmynd/Matís
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.