Saga kúabóndans Ingu frumsýnd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Gunnar Örn Sigvaldason eiginmaður hennar, létu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Gunnar Örn Sigvaldason eiginmaður hennar, létu sig ekki vanta á frumsýninguna í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór

Ný íslensk kvikmynd, Héraðið, var frumsýnd í gærkvöldi í Háskólabíói. Myndin er eftir Grím Hákonarson, kvikmyndaleikstjóra, sem flestum íslenskum kvikmyndaáhugamönnum ætti að vera kunnur, en fá ár eru frá því hann leikstýrði verðlaunamyndinni Hrútum.

Líkt og Hrútar segir Héraðið sögu úr íslenskri sveit, en aðalsöguhetjan er kúabóndinn Inga sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum og reynir að fá aðra bændur í lið með sér. Það reynist erfitt þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Auk Arndísar Hrannar Egilsdóttur, sem leikur kúabóndann Ingu, fara með aðalhlutverk þau Hannes Óli Ágústsson, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.

Frumsýningin á Íslandi var heimsfrumsýning, en í framhaldinu verður kvikmyndin sýnd á kvikmyndahátíðum og sýnd í kvikmyndahúsum í um þrjátíu löndum.

Grímar Jónsson framleiðandi, Arndís Hrönn Egilssdóttir aðalleikona og Grímur Hákonarson …
Grímar Jónsson framleiðandi, Arndís Hrönn Egilssdóttir aðalleikona og Grímur Hákonarson leikstjóri voru kát í bragði á frumsýningarkvöldinu í Háskólabíó. mbl.is/Arnþór
Auður Stefánsdóttir og Sigurður Guðmundsson stöldruðu við í anddyri kvikkmyndahússins …
Auður Stefánsdóttir og Sigurður Guðmundsson stöldruðu við í anddyri kvikkmyndahússins er þau mættu ljósmyndara morgunblaðsins. mbl.is/Arnþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.