A Kassen sýnir í Kling & Bang

A kassen listhópurinn.
A kassen listhópurinn.

Sýningin á verkum hins þekkta, danska myndlistarhóps A Kassen verður opnuð í dag í galleríinu Kling & Bang í Marshall-húsinu á Granda. Sýningin nefnist Móðir og barn. 

Meðlimir listhópsins eru  Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Soren Petersen og Tommy Petersen sem stofnuðu A Kassen í Kaupmannahöfn árið 2004. „Á dönsku vísar nafnið til danska atvinnuleysisbótasjóðsins A Kasse og gefur vísbendingu um kankvísi og glettnislegan húmor hópsins,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Létt grín en samt það sem það er.

Verk hópsins eru sögð spanna allt frá sviðsettum innsetningum yfir í skúlptúr og ljósmyndir, oft með tilbúnum hlutum sem voru framleiddir fyrir eitthvað allt annað en það sem hópurinn gerir við þá. „A Kassen leggur sig fram um að skapa aðstæður sem eru í senn sannarlega undarlegar og einkennilega hversdagslegar. Þetta er oft gert með því að gera grín að venjum, afbyggja frásagnir og merkingu um leið og fáránleika og vonleysi er blandað vandlega saman við húmor,“ segir í tilkynningu og að sýning hópsins í Kling & Bang virðist eiga sér stað alls staðar nema í sýningarrýminu þar sem hún er. Svo virðist sem hún breiði úr sér og skilji hefðbundið sýningarrými svo til eftir autt. Kannski er það húsnæðið sem er til sýnis, hver veit? Sýningin er í Kling & Bang og hefur einnig orðið hluti af byggingunni. þar sem gólf eru orðin að lofti.

Sýningin stendur til 29. september og er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl.12-18 en til 21 á fimmtudögum en  lokað er mánudaga. 

Viðtal við einn meðlima hópsins verður í Morgunblaðinu á morgun, laugardaginn 17. ágúst. 

Loft verður að gólfi á sýningu A Kassen.
Loft verður að gólfi á sýningu A Kassen. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson