Poppbræðurnir trylla þjóðleikhúsið

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson sjá um að semja …
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson sjá um að semja tónlistina fyrir Shakespeare verður ástfanginn. Eggert Jóhannesson

Bræðurnir og stórstjörnurnar Friðrik Dór og Jón Jónsson hafa ekki setið auðum höndum í sumar enda hafa þeir verið að semja tónlist fyrir leiksýninguna Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu þann 4. október.

„Mikið hefur verið lagt í að sýningin verði hin glæsilegasta og við höfum fengið til liðs við okkur gríðar sterkan hóp listamanna til að þetta verði mögnuð kvöldstund í alla staði,“ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins.

„Í leikarahópnum eru t.d. Aron Mola, Lára Jóhanna, Jói G, Hansa, Edda Björgvins, Gói, Siggi Sigurjóns og Þröstur Leó svo rétt nokkrir séu nefndir enda eru yfir 20 frábærir leikarar í sýningunni. Ég er líka mjög spenntur fyrir innkomu söngkonu ársins GDRN í hópinn en hún mun syngja og leika á hljóðfæri með hljómsveitinni á sviðinu. Hún er ein af okkar flottustu tónlistarkonum af sinni kynslóð að mínu mati,“ segir Atli.

Selma Björnsdóttir leikstýrir verkinu og er Atli mjög ánægður með ráðninguna. „Hún sér um að laða fram það besta úr hverjum og einum enda hefur hún fyrir löngu sannað sig sem einn fremsti leikstjóri landsins. Það er því óhætt að setja sig í stellingar,“ segir Atli.

Selma Björnsdóttir leikstýrir.
Selma Björnsdóttir leikstýrir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson