R. Kelly vill lögmann Jacksons

R. Kelly situr í fangelsi.
R. Kelly situr í fangelsi. AFP

Tónlistarmaðurinn R. Kelly sem situr nú í fangelsi er sagður vilja fá lögmanninn sem varði tónlistarmanninn Michael Jackson fyrir dómi árið 2005. Kelly situr inni vegna vörslu á barnaníðsefni og annarra brota í alls 13 ákæruliðum.

Lögmaðurinn er Tom Meserau, en hann varði Jackson árið 2005 þegar hann var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Nú vill R. Kelly fá Meserau til að verja sig, en samkvæmt heimildum TMZ gæti það kostað R. Kelly skildinginn.

R. Kelly eyðir nú þegar háum upphæðum í lögmenn, en hefur litlar sem engar tekjur þar sem hann situr í fangelsi. Þar að auki greiðir hann barnabætur til fyrrverandi eiginkonu sinnar. 

Meserau er einn vinsælasti lögmaðurinn í Bandaríkjunum í dag og því gæti reynst erfitt fyrir tónlistarmanninn að fá hann til að taka málið fyrir. Teymi á vegum R. Kelly er sagt vera reyna að safna saman peningum til að geta greitt Meserau laun, ef hann ákveður að taka við málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler