Byrjaður aftur með fyrrverandi

Margir kannast við hinn glaðbeitta Ryan Seacrest úr American Idol.
Margir kannast við hinn glaðbeitta Ryan Seacrest úr American Idol. AFP

Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest er byrjaður aftur með fyrrverandi kærustu sinni Shaynu Taylor, en þau sáust saman við strendur Ítalíu um helgina.

Seacrest og Taylor hættu saman fyrr á árinu eftir um 3 ára samband, en virðast hafa fundið ástina á ný. Sást til þeirra á snekkju fyrir utan Positano á Ítalíu þar sem Taylor aðstoðaði hann við að bera á sig sólarvörn. Síðan skelltu þau sér í sjóinn og fóru svo í sundlaugina á þilfari snekkjunnar.

Nýlega sást þó til Seacrest í sjónum við strendur Frakklands í sumar með fyrisætunni Larisu Schout en hún er um 20 árum yngri en Seacrest.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.